Forsíða

Hjólakraftur er kannski málið fyrir þig?

Stoltið kemur af því að sigrast á sjálfum sér, ekki öðrum, og kannski er það mikilvægasta veganestið

Fyrir hverja er Hjólakraftur?

 

Hjólakraftur er fyrir alla. Helst langar okkur að hitta krakka á aldrinum 12-18 ára þó. Við erum með hópa af ungu fólki og við skiptum hópunum eftir aldri. Í yngri hópnum eru krakkar fæddir 2000-2002 en í þeim eldri eru krakkar fæddir 1997-1999. Heldur þú að þú eigir samleið með okkur? Hafðu þá samband við Valda. Hann er yfirleitt mjög snöggur að svara pósti og hann er með netfangið valdi@hjolakraftur.com . Þú mátt líka alveg hringja í hann í síma 848-8822 eða finna hann á Facebook og senda honum skilaboð. Hann heitir fullu nafni Þorvaldur Daníelsson.

Hvað erum við að gera?

 

 

Það er nú í sjálfu sér alveg ótrúlega einfalt. Við erum að hjóla og við erum að hreyfa okkur. Við erum ekki í neinni keppni hvert við annað, síður en svo, en við veitum hvert öðru ágætt aðhald. Við hittumst yfirleitt alltaf við Háskólann í Reykjavík sem er við Öskjuhlið/Nauthólsvík. Ástæðan er ótrúlega einföld - þaðan liggja leiðir til allra átta og það er ýmislegt hægt að skoða þarna i nágrenninu líka. Við hittumst fast tvisvar í viku og stundum þrisvar. Þess utan nýtum við okkur ótrúlega sniðugt leikfang á netinu eða app í símanum sem heitir Strava. Það er forrit sem heldur utan um alla kílómetrana sem við hjólum.

Það er ekkert leyndarmál að við ætlum okkur alltaf að vera með í WOW-cyclothoninu og helst með mörg lið. Fyrsta Hjólakrafts-liðið tók þátt sumarið 2014 og vann þar áheitakeppnina, hlaut að launum flugmiða frá WOW-air og fór í nokkurra daga hjólaferð til Lyon í Frakklandi í byrjun september 2014.

Hugmyndafræði/áherslur

 

 

Það er ótrúlega einföld hugmyndafræði sem við fylgjum. Hún er sú að við spáum bara í hvað það er sem þátttakendur langar til að geta gert og við spyrjum bara hvað viðkomandi er tilbúin/n til þess að leggja á sig til þess að láta það rætast. Það er einfalt!! Áherslan er einfaldlega á jákvætt andrúmsloft, gleði og hvatningu. Ef eitthvað sem maður er að gera er ekki gefandi eða skemmtilegt þá er óvíst að mann langi til þess að halda því áfram mikið lengur, ekki satt? Þess vegna eru gleðin og hvatningin svo mikilvægir þættir hjá okkur.

Það er sömuleiðis gríðarlega mikilvægt að foreldrar séu mikill og góður stuðningur við bæði unga fólkið okkar og hópinn. Þess vegna förum við líka af og til saman öll út að hjóla og gerum eitthvað skemmtilegt.

Copyright Hjólakraftur 2014 © All Rights Reserved